Sunday, January 22, 2012

Kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum




1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 box sveppir
1 kjúklingateningur
1 rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum/kryddjurtum
2 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1/2 piparostur - skorinn smátt
3 kjúklingabringur



Sveppir og sólþurrkaðir tómatar steikt saman upp úr smá olíu af 
tómötunum. Rjómaostinum bætt við (það átti að vera rjómaostur með 
sólþurrkuðum tómötum en hann var hvergi til því notaði ég með 
kryddjurtum). Rjómanum bætt við ásamt kreistum hvítlauknum, 
teningnum og piparostinum. 
Þessu hellt yfir kjúklingabringur sem ég var búin að skera í bita 
og inn í ofn í 35 mín við 180°.

Ég hafði hrísgrjón með, mjög gott að hella sósunni yfir þau líka :)

No comments:

Post a Comment