Sunday, January 22, 2012

Kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum




1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 box sveppir
1 kjúklingateningur
1 rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum/kryddjurtum
2 hvítlauksrif
1 peli rjómi
1/2 piparostur - skorinn smátt
3 kjúklingabringur



Sveppir og sólþurrkaðir tómatar steikt saman upp úr smá olíu af 
tómötunum. Rjómaostinum bætt við (það átti að vera rjómaostur með 
sólþurrkuðum tómötum en hann var hvergi til því notaði ég með 
kryddjurtum). Rjómanum bætt við ásamt kreistum hvítlauknum, 
teningnum og piparostinum. 
Þessu hellt yfir kjúklingabringur sem ég var búin að skera í bita 
og inn í ofn í 35 mín við 180°.

Ég hafði hrísgrjón með, mjög gott að hella sósunni yfir þau líka :)

Karamellu skyrkaka








1/2 pakki Lu kex - Bastogne
1/2 pakki Homeblest kex
500 ml rjómi
3 litlar Kea skyr með karamellubragði
100 gr púðursykur
100 gr smjör
1 poki karamellukurl


Kexið er mulið, ég nota töfrasprota og sett í botninn á eldföstu móti. Ég vil hafa kexið laust en það er líka hægt að bræða um 100 gr af smjöri og hella yfir, þá verður botninn harður.


Næst er 1dl af rjómanum tekinn til hliðar. Restin af rjómanum er þeytt vel, en ekki alveg. Skyrinu er bætt við í endann og blandað vel saman við rjómann.
Þessu er hellt yfir kexið, skellt í ísskáp og kælt.


Næst er sósan gerð sem á að fara yfir. Púðursykur og smjör er brætt saman í potti og 1dl af rjóma bætt við í endann. Sósan er kæld aðeins og henni svo smurt yfir eldfasta mótið.


Að lokum er þetta skreytt með 1 poka af karamellukurli.


Uppskrift fengin hjá Evu vinkonu.


Best er að gera þetta deginum áður.

Friday, January 20, 2012

Klattar.. bestir með sírópi





Þessir klattar eru fáránlega góðir, af því að eggjahvítan er þeytt sér og blandað svo saman við þá verða þeir eitthvað extra fluffy :)
Þessi uppskrift er passleg fyrir tvo.
2 egg, hvítan þeytt og rauðan fer út í deigið
2 bollar hveiti
1 tsk salt
2 msk sykur
2 tsk lyftiduft
2 msk olífuolía
Mjólk – bætt í þar til deig er orðið hæfilega þykkt
Uppskrift fengin af www.ragnarfreyr.blog.is